Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sem gerð var fyrir félagið eru komnar á heimasíðuna. Síðustu sjö ár hefur Eining-Iðja í samstarfi við AFL Starfsgreinafélag fengið Gallup til að framkvæma viðamikla viðhorfs- og kjarakönnun á meðal félagsmanna sinna. Þessar kannanir eru byggðar á sambærilegum könnunum sem Efling, Hlíf, Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og Stéttarfélag Vesturlands hafa látið gera fyrir sig í nokkur ár. Unnt er að bera saman niðurstöður að verulegu leyti úr þessum könnunum.
Rannsókn sem þessi er afar gagnleg og getur félagið stuðst við niðurstöðurnar á mörgum sviðum til hagsbóta fyrir félagsmenn. Stjórn félagins vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í launakönnun félagsins í ár.
Gagnaöflun hófst með því að send voru bréf á þátttakendur með upplýsingum um könnunina, vefslóð og lykilorði. Af um 3.000 bréfum voru 84 endursend þar sem þátttakendur fundust ekki eða 3%. Í framhaldinu var hringt í þátttakendur og þeim boðið að svara könnuninni í síma eða á neti. 208 fundust ekki en 687 svöruðu. Nettó svarhlutfall hjá félaginu var því 53,2%
39,4% svarenda voru karlar en 60,6% konur. Tæplega 21% svarenda voru undir 25 ára aldri, 24,5% voru á aldrinum 25-34 ára, rúmlega 16% voru á aldrinum 35-44 ára, rúmlega 17% á aldrinum 45-54 ára og rúmlega 21% voru 55 ára eða eldri.