Netnámskeið fyrir ungt fólk

Skráðu þig á netnámskeið með myndböndum fyrir ungt fólk sem er að skríða út í atvinnulífið. Í lok september 2014 hleypti VR af stokkunum VR-Skóla lífsins, netnámskeiði fyrir ungt fólk. Markmið skólans er að undirbúa fólk á aldrinum 16 til 24 ára fyrir vinnumarkaðinn og kynna því réttindi og skyldur í starfi. Um er að ræða 13 stutt myndbönd og einn verklegur hluti, en í lok hvers námskeiðs koma þátttakendur saman, leysa skemmtileg verkefni og fá útskriftarskírteini. Eining-Iðja og FVSA í samstarfi við VR bjóða upp á verklega hluta námskeiðsins á Akureyri með Dale Carnegie þjálfurum.

Verklegi hlutinn verður kenndur á Akureyri miðvikudaginn 21. janúar nk.

  • 16 til 20 ára: Kennsla fer fram milli kl. 15 og 17 á veitingastaðnum Strikinu
  • 21 til 24 ára: Kennsla fer fram milli kl. 17:15 og 19:15 á veitingastaðnum Strikinu
  • Námskeiðið kostar kr. 2.500. Skráning fer fram á www.vrskolilifsins.is

Nánar um skólann
Skólinn er alls í 14 þáttum þar sem stúlkunni, Líf, er fylgt eftir frá því hún leitar sér að vinnu þar til hún er orðin reynslunni ríkari og örugg í starfi. Ellefu þættir af þessum 14 eru með leiknum myndbrotum, tveir með grafíklausnum og sá síðasti er verklegur. Verklegi hlutinn er aldursskiptur, 16-20 ára eru saman og 21-24 ára sama. Þjálfarar frá Dale Carnegie leggja verkefni fyrir þátttakendur og er áherslan á samskipti. Við skráningu greiða þátttakendur 2.500 kr. og geta ekki skráð sig í verklega hlutann fyrr en þeir hafa farið í gegnum alla þættina og leyst verkefnin í lok hvers þáttar.

Hverjum þætti er skipt upp í þrennt;

  1. Eitt myndbrot eða grafísk framsetning 
  2. Upplýsingatexti um viðfangsefni viðkomandi þáttar 
  3. Spurningar úr efninu

Þátttakendur fylgja línulegu ferli. Þeir komast ekki áfram í náminu fyrr en þeir hafa svarað verkefnunum sem fylgja hverjum þætti fyrir sig. Ef þeir svara a.m.k. 75% rétt opnast aðgangur fyrir næsta þátt á eftir.

Þættirnir í skólanum eru eftirfarandi (allir nema sá síðasti eru á netinu):

  1. Atvinnuleit 
  2. Umsóknin 
  3. Starfsviðtal 
  4. Ráðning 
  5. Stéttarfélag og samningar 
  6. Starfslýsing 
  7. Skyldur starfsmanna 
  8. Uppsögn 
  9. Vinnutími 
  10. Skyldur vinnuveitenda 
  11. Launaseðillinn 
  12. Kynbundinn launamunur 
  13. Ábyrgð
  14. Verklegi hlutinn