Námskeið vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum

Nú stendur yfir námskeið vegna afkastahvetjandi launakerfa í fiskvinnslum í sal félagsins á Akureyri. Það er Starfsgreinasamband Íslands, í samstarfi við Samtök fiskvinnslustöðva (SF), sem heldur námskeiðið. 10 aðilar sitja námskeiðið, en það er bæði fyrir trúnaðarmenn fiskvinnslufyrirtækja og starfsmenn aðildarfélaga sambandsins á norðurlandi.

Á námskeiðinu er farið nokkuð ýtarlega yfir sögu og uppbyggingu á þeim afkastahvetjandi launakerfum sem notuð eru í fiskvinnslum landsins. Kennari á námskeiðinu er Bragi Bergsveinsson, fyrrverandi sérfræðings hjá SF.