Námskeið - Vaktavinna og lýðheilsa

Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námsleiðina Vaktavinna og lýðheilsa. Á síðasta misseri var í fyrsta sinn kennd námslínan Vaktavinna og lýðheilsa sem unnin var í samstarfi við opinberu félögin.  Gaf hún góða raun og nú verður boðið uppá hana aftur. Námið er ætlað stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir. Þar sem álitamálin eru mörg er gert ráð fyrir að starfsmenn og stjórnendur sitji sömu námskeið, til að kynnast ólíkum sjónarmiðum og auka gagnkvæman skilning. Aðilar á vinnumarkaði vilja með þessu námi tryggja að þeir stjórnendur sem skipuleggja vinnu á vöktum og starfsmenn sem ganga vaktir eigi þess kost að sækja námskeið í gerð vaktskráa sem taka mið af líkamsklukku og heilsuvernd.

Námskeiðið er í tveimur námslotum, fyrst er fjallað um Vaktavinnu og lífsgæði, tengsl vaktavinnu og heilsu, svefn og endurheimt auk þess sem fjallað er  um streitu og bjargráð. Annar hlutinn tekur á umgjörð kjarasamninga. 

Markmiðið er að bjóða upp á heildstætt og hagnýtt nám um vaktavinnu og lýðheilsu sem hentar bæði stjórnendum sem skipuleggja vaktir og starfsfólki sem gengur vaktir. Námið tekur á algengum þáttum sem varða vaktavinnustörf og er ætlað starfsmönnum og stjórnendum á almennum og opinberum vinnumarkaði.

Fyrsta lotan hefst núna 30. janúar og skráning stendur yfir hjá Starfsmennt þar sem jafnframt má fá allar praktískar upplýsingar.

Fjarnám er í boði fyrir þá sem ekki geta sótt námskeiðin til Reykjavíkur.  

Nánari upplýsingar um námið má fá hér.