Námskeið í lestri ársreikninga

Hermann Brynjarsson, frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf., hélt námskeið fyrir stjórn og starfsmen…
Hermann Brynjarsson, frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf., hélt námskeið fyrir stjórn og starfsmenn um lestur ársreikninga.

Fyrr í vikunni fékk félagið Hermann Brynjarsson, frá endurskoðunarfyrirtækinu Enor ehf., til að vera með námskeið fyrir stjórn og starfsmenn um lestur ársreikninga. Þar fór hann yfir sögulegt ágrip ársreikninga, grundvöll reikningskila, forsendur reikningsskila, reglur reikningskila og hugtök reikningskila. Þá fór hann einnig yfir greiningu á ársreikningi félagsins. 

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segir að það hafi verið góður tími núna að bjóða upp á þetta námskeið. „Fjórir nýir stjórnarmenn hafa tekið sæti í aðalstjórn félagsins á árinu og eins hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn. Við höfum áður haldið námskeið sem þetta og því var líka gott fyrir okkur hin að fá upprifjun á þessu. Það var líka góður tími núna, eftir aðalfund, að bjóða upp á þetta námskeið.“ 

Vert er að benda á að stjórnarmenn fá afhent á hverjum stjórnarfundi uppfært yfirlit yfir rekstur félagsins. Þannig veit stjórnin ávallt hvernig staðan er miðað við áætlun sem gerð er í upphafi hvers árs.