Næsta fimmtudag, 27. nóvember, kl. 18:00 er fyrirhugað að halda námskeið fyrir félagsmenn í
Fjallabyggð í hvernig eigi að hekla snjókorn. Til að námskeiðið fari fram er þörf á fimm skráningum í viðbót.
Áhugasamir hafið samband sem fyrst við skrifstofuna á Akureyri til að skrá ykkur. Ekkert námskeiðsgjald, en efniskostnaður verður kr.
500.
Kennt verður að hekla eftir teiknaðri uppskrift, ganga frá og stífa snjókorn.
- Hvenær: Fimmtudaginn 27. nóvember nk. kl. 18:00
- Hvar: Í sal félagsins í Fjallabyggð (Eyrargötu 24b Siglufirði)
- Hámarksfjöldi: 12
- ATH! Það þarf að koma með heklunál nr. 1,5 eða 1,75
Ekkert námskeiðsgjald, en efniskostnaður verður kr. 500.
Leiðbeinandi verður Linda Óladóttir
Skráning á skrifstofum Einingar-Iðju sem fyrst og í síma 460 3600, á venjulegum opnunartíma.