Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, ætlar að bjóða félagsmönnum sínum upp
á náms og starfsráðgjöf á skrifstofum félagsins sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn geta haft samband við Einingu-Iðju í
síma 460 3600, eða sent póst á netfangið ein@ein.is og pantað viðtal. Hvert viðtal tekur um 30 mínútur.
Viðtölin verða á:
- Akureyri: 14. til 16. janúar frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 18:00.
- Siglufjörður: 16. janúar milli kl. 10:00 og 13:00.
- Ólafsfjörður: 16. janúar milli kl. 14:00 og 17:00, á bæjarskrifstofunni.
- Dalvík: 17. janúar milli kl. 12:00 og 17:00.
Hjá náms- og starfsráðgjafa getur þú meðal annars:
- fengið upplýsingar um nám, störf og raunfærnimat
- fengið aðstoð við að finna út hvaða nám eða námskeið hentar þér best
- farið í áhugasviðsgreiningu
- fengið leiðsögn við gerð ferilskrár (CV)
- fengið aðstoð við að skipuleggja starfsleit
- fengið leiðsögn um góð vinnubrögð í námi
- skoðað leiðir til að takast á við hindranir í námi
- rætt um möguleika til að styrkja stöðu þína á vinnumarkaði
- og margt fleira ...
Vert er að benda á að félagsmenn geta líka hvenær sem er haft samband við ráðgjafana í SÍMEY og fengið hjá þeim
ókeypis ráðgjöf á skrifstofum SÍMEY. Viðtalsbeiðnir í síma 460 5720.