13,8 milljarða króna ávinningur var af starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs árið 2015 samkvæmt skýrslu sem Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur hjá Talnakönnun vann fyrir stjórn VIRK. Niðurstöður fyrri athugana Talnakönnunar sýndu að ávinningur af starfi VIRK var 11,2 milljarðar króna 2014 og 9,7 milljarðar á árinu 2013. Í þessu samhengi má benda á að rekstrarkostnaður VIRK árið 2015 var 2,2 milljaðar, 2 milljarðar 2014 og 1,3 milljarðar á árinu 2013.
„Niðurstaða Talnakönnunar er mjög ánægjuleg, sérstaklega í ljósi þess að að vandi einstaklinganna sem leita til VIRK er flóknari nú og fjölþættari en áður.“ segir Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK „Jafnvægi í starfseminni eftir mikla og hraða uppbyggingu mörg undanfarin ár hefur verið nýtt til faglegrar þróunar og áframhaldandi uppbyggingar á samvinnu við aðrar stofnanir velferðarkerfisins. Þá hefur mikil vinna og kraftur verið lögð í að skýra og bæta alla þjónustuferla hjá VIRK sem skilað hefur þessum góða árangri.“
Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK um niðurstöðu skýrslunnar sem verður kynnt á ársfundi VIRK sem haldinn verður þriðjudaginn 5. apríl á Grand Hótel kl. 13.