Í síðustu viku var tilkynnt um breytingar varðandi gistimiða sem undanfarin ár hefur verið hægt að kaupa hjá félaginu. Í staðin er hægt að kaupa rafræna ferðaávísun á orlfosvef félagsins sem gildir á fjölmörg hótel og gistiheimili um allt land. Ávísunin leysir af hólmi gistimiðana en með þessu nýja fyrirkomulagi fylgir meira frelsi og stórauknir valmöguleikar, enda er ávísunin ekki bundin við tilteknar dagsetningar, einstakt gistiheimili, hótel eða hótelkeðju. Hægt er að nota hana hvenær sem er, að undangenginni bókun hjá viðkomandi gististað. Ef hótelið eða gistiheimilið sem valið var er fullbókað, þegar leggja á land undir fót, er hægt að nota ávísunina upp í gistingu hjá hvaða öðrum samstarfsaðila Frímanns sem er. Ef félagsmenn rekast á annað betra tilboð frá sama hóteli eða gistiheimili, er hægt að nota ávísunina upp í það tilboð, eða notað hana að hluta til. Enginn er bundinn af því tilboði sem valið var upphaflega.
Við þessar breytingar duttu tvær hótelkeðjur út sem áður voru í boði. Með því að skrá sig inn á orlofsvefinn má sjá hvaða gististaðir taka við ávísuninni, en félagsmenn geta nú valið um mun fleiri gististaði en áður.