Minnum á fund vegna gengistryggðra lána

Arnar Kristinsson
Arnar Kristinsson

Staða endurútreiknings gengistryggðra lána. Hvað er framundan, hver er réttur lánþega vegna þeirra lána sem ekki hafa verið leiðrétt? Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu bjóða þér á fund í dag, mánudaginn 25. Mars, kl. 17:00 í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri.

Allir velkomnir!

Arnar Kristinsson, lögfræðingur og sérfræðingur í neytendarétti, fer yfir þá stöðu sem uppi er varðandi endurútreikning gengistryggðra lána til neytenda og hvað framundan er varðandi slík lán. Einnig mun hann fjalla stuttlega um mál sem í gangi eru varðandi verðtryggð lán. Fundarmönnum gefst kostur á að spyrja Arnar um þessi lán og fá örstutta ráðgjöf hjá honum.

Arnar verður einnig með viðtalstíma á þriðju hæð Alþýðuhússins þriðjudaginn 26.mars og miðvikudaginn 27. mars. Tímapantanir í síma 455 1050. Stéttarfélögin hafa gert samning við hann um lægra gjald fyrir félagsmenn.