Félagið vill minna á að nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu
ríkissáttasemjara á almenna markaðinum. Eining-Iðja hvetur alla félagsmenn sem vinna á almenna markaðinum að greiða atkvæði og
sýna þannig í verki skoðun sína á nýjum kjarasamningi sem gildir í 12 mánuði, frá 1. febrúar 2014.
Kjörfundur hófst í gær og líkur í dag og er á sjö stöðum á félagssvæðinu, þ.e. Akureyri,
Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Siglufirði, Hrísey, Grenivík og Grímsey.
Jafnframt var samþykkt að talning muni fara fram 6. mars, en úrslit á að tilkynna Ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins fyrir kl. 12:00
þann 7. mars nk.
Nánar um kjörfundi á hverjum stað dagana 4. og 5. mars:
- Akureyri: Skrifstofa félagsins milli kl. 8 og 20
- Dalvík: Skrifstofa félagsins milli kl. 9 og 17
- Grenivík: Hjá Róbert svæðisfulltrúa milli kl. 9 og 17
- Grímsey: Hjá Önnu Maríu Sigvaldadóttur milli kl. 9 og 17
- Hrísey: Hjá Guðrúnu svæðisfulltrúa milli kl. 9 og 17
- Ólafsfjörður: Skrifstofa Sjómannafélags Ólafsfjarðar milli kl. 9 og 17
- Siglufjörður: Skrifstofa félagsins milli kl. 9 og 17
Helstu atriði nýja samningsins eru:
- Eingreiðsla vegna janúar 2014, kr. 14.600
- Þeir sem taka mið af launatöflu hækka um 4,4 % - 5 %
- Þeir sem taka laun á bilinu 230.000 kr. - 285.000 kr. 2,8 % - 4,5 %
- Laun yfir 285.000 kr. hækka um 2,8 %
- Allir kjaratengdir liðir hækka um 2,8 %
- Desemberuppbót 2014 hækkar í kr. 73.600
- Orlofsuppbót 2014 hækkar í kr. 39.500
- Tekjutrygging skv. samningi fyrir árið 2014 verður kr. 214.000
Sáttatillagan byggir á eldra samningstilboði SA frá 21. desember 2013 en nánari upplýsingar má nálgast í tveimur
kynningarbæklingum sem félagið útbjó. Þessi kynnti samning sem skrifað var undir í desember, enþessi kynnir viðbót við þann samning. Í honum eru hærri orlofs- og desemberuppbætur og eingreiðsla vegna
janúarmánaðar.