Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkjunum er ætlað að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Ef um lokaverkefni í námi er að ræða skal það a.m.k. vera á meistarastigi. Hámarksfjárhæð er kr. 1.000.000.

Styrkurinn er veittur einu sinni á ári. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl. Styrknum er úthlutað 1. maí ár hvert.

Minningarsjóðurinn var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. 

Umsóknareyðublað