Mínar síður - umsókn í fræðslusjóði

Á Mínum síðum Einingar-Iðju er sótt rafrænt um styrki úr fræðslusjóðum félagsins. 

Umsóknarformið fyrir styrki úr fræðslusjóði er í langflestum atriðum sambærilegt við umsóknir úr sjúkrasjóði. Félagsmenn geta átt rétt á styrkjum úr þremur menntasjóðum, eftir því hvaða kjarasamningi þeir starfa samkvæmt. Kerfið velur réttan sjóð.

Umsækjandi þarf fyrst að velja tegund styrks úr felliglugga. Næst þarf hann að hlaða upp kvittun og skrá upplýsingar um útgefanda kvittunar. Loks þarf umsækjandi að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir um netfang, símanúmer og bankareikning, til að hægt sé að afgreiða styrkinn.

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Nýjar Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að sækja um í fræðslusjóðum félagsins