Verð á mjólkurvörum og viðbiti hefur hækkað í öllum verslunum. Sem dæmi hefur verð á ósöltuðu smjöri 250 gr. hækkað um 13-23%, mest hjá Iceland en minnst hjá Nettó. MS rjómaostur til matargerðar 400 gr. hefur hækkað um 8-19% mest hjá Víði og Samkaupum-Úrvali en minnst hjá Krónunni, Nettó og Fjarðarkaupum.
Af öðrum vörum í samanburðinum má nefna að lyftiduftið frá Royal 200 gr. hefur hækkað um 16% í verði hjá Iceland, um 12% hjá Víði, 6% hjá Bónus, 4% hjá Nettó og Hagkaupum en verðið hefur staðið í stað hjá Fjarðarkaupum og Samkaupum-Úrvali. Malaður engifer frá Flóru 60 gr. hefur hækkað um 33% í verði hjá Fjarðarkaupum, um 24% hjá Krónunni, 23% hjá Iceland og 4% hjá Víði og Samkaupum-Úrvali. Odense Marsipan, 24% sötmandel 400 gr. hefur hækkað um 2% hjá Fjarðarkaupum, en lækkað um 5% í verði hjá Bónus, um 6% hjá Iceland og 19% hjá Hagkaupum.
Verðsamanburð á bökunarvörum má sjá í töflunni.
Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannanna verðlagseftirlits ASÍ þann 25.11.14. og 9.11.15. Það skal áréttað að mæld eru þau verð sem í gildi eru á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verð einstakra vara.
Verðbreytingar voru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Víði, Samkaupum-Úrvali, Fjarðarkaupum og Hagkaupum.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu.