Á heimasíðu ASÍ segir að um síðastliðin áramót var umhverfis- og auðlindaskattur á raforkusölu frá árinu 2010 afnuminn. Verð á raforku hefur engu að síður hækkað hjá öllum orkusölum undanfarið ár. Mest nemur hækkunin ríflega 5% hjá Fallorku en minnst 2,5% hjá ON og Rafveitu Reyðarfjarðar. Ef afnám orkuskattsins er undanskilið hefur verð á raforku hækkað sem nemur 5-8% á milli ára.
Sem dæmi má nefna breytingar á gjaldskrá Fallorku milli ára:
Verð pr. kWst. |
Ágúst 2015 |
September 2016 |
Breyting |
Orkusala pr. kWst. |
5,25 |
5,67 |
8% |
Umhverfis- og auðlindaskattur pr. kWst. |
0,129 |
0 |
- |
Samtals án vsk. |
5,38 |
5,67 |
5,4% |
Samtals m. vsk. |
6,67 |
7,03 |
5,4% |
Hér að ofan er samanburður á raforkuverði fyrir heimili sem kaupir 4.000 kWst./ári í ágúst 2015 og september 2016.
Ódýrast er að kaupa raforku hjá Orkubúi Vestfjarða, þar sem kostnaðurinn fyrir heimili sem notar 4.000 kWst. á ári nemur 27.181 kr. en dýrast er að kaupa raforku hjá Orkusölunni þar sem kostnaður er 28.421 kr. á ári fyrir sömu notkun. Munur á hæsta og lægsta verði er því 1.240 kr. eða um 4,5%.
Orkusalan er sá hluti raforkuviðskipta þar sem neytendur hafa val um hvaða orkusala þeir eiga í viðskiptum við.