Foreldrar þurfa í flestum tilfellum að skipuleggja frítíma barna í nokkrar vikur yfir sumarið svo þeir geti sinnt vinnu á meðan skólar landsins eru lokaðir og foreldrarnir ekki komnir í frí. Grunnskólar eru lokaðir í um 10 vikur og ef gert er ráð fyrir að foreldrar eigi um 5 vikna sumarfrí standa 5 vikur eftir sem þarf að finna eitthvað fyrir börnin að gera. Margir foreldrar reiða sig því á sumarnámskeið sem geta verið kostnaðarsöm þrátt fyrir að ódýrustu námskeiðin séu valin.
Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman verð á hinum ýmsu sumarnámskeiðum sem standa foreldrum til boða í ár.