Mikil fjölgun félagsmanna

Á síðasta ári gengu 864 einstaklingar í Einingu-Iðju, en 128 voru skráðir úr því. Félagsmönnum fjölgaði því um 718 á síðasta ári. Það er alltaf nokkur hreyfing á fólki á milli félaga, sérstaklega á milli FVSA og Einingar-Iðju.

Það fer vaxandi að félagsmenn sem eru að flytja á milli svæða vilji vera áfram í Einingu-Iðju, en reglan sem félagið fer eftir er sú að viðkomandi á að vera í stéttarfélagi þar sem hann býr. Ef eitthvað kemur upp á þá á félagsmaðurinn að geta leitað til félags í heimabyggð. Það félag getur t.d. verið með sérkjarasamning við fyrirtæki sem önnur félög eru ekki með. Erfitt getur líka verið fyrir félagsmanninn að leita til síns félags og fá aðstoð á vinnustað ef félagið starfar ekki á svæðinu.