Í vikunni hélt félagið námskeið, í samvinnu við SÍMEY, fyrir félagsmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og að leiðbeina við starfslok. Námskeiðið stóð yfir í tvo daga, milli kl. 16:30 og 20:00 báða dagana.
Frítt var á námskeiðið fyrir félagsmenn Einingar-Iðju, en tæplega 60 mættu á það.
Fjölbreytt dagskrá var í boði og var mikil ánægja á meðal þeirra sem mættu með hvernig til tókst. Hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana sem voru í boði á námskeiðinu.
Kennsluefni |
Kennarar |
Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna |
Elín Díanna Gunnarsdóttir |
Lífeyrissjóðsmál |
Fulltrúi Stapa |
Heilsueflandi fyrirlestur |
Sonja Sif Jóhannsdóttir |
Kynning frá Einingu Iðju |
Björn Snæbjörnsson |
Almannatryggingar og lífeyrismál |
Guðmundur Hilmarsson frá ASÍ |
Félag eldri |
Halldór Gunnarsson |
Akureyrarbær |
Bergljót Jónasdóttir |
Kynning á SÍMEY |
Emil Björnsson/Kristján Sturluson |
Samantekt og lok |
|