Mikil ánægja með starfslokanámskeið

Í vikunni hélt félagið námskeið, í samvinnu við SÍMEY, fyrir félagsmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og að leiðbeina við starfslok. Námskeiðið stóð yfir í tvo daga, milli kl. 16:30 og 20:00 báða dagana.

Frítt var á námskeiðið fyrir félagsmenn Einingar-Iðju, en tæplega 60 mættu á það. 

Fjölbreytt dagskrá var í boði og var mikil ánægja á meðal þeirra sem mættu með hvernig til tókst. Hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana sem voru í boði á námskeiðinu. 

Kennsluefni

Kennarar

Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna

Elín Díanna Gunnarsdóttir

Lífeyrissjóðsmál 

Fulltrúi Stapa

Heilsueflandi fyrirlestur

Sonja Sif Jóhannsdóttir

Kynning frá Einingu Iðju

Björn Snæbjörnsson

Almannatryggingar og lífeyrismál

Guðmundur Hilmarsson  frá ASÍ

Félag eldri 

Halldór Gunnarsson 

Akureyrarbær

Bergljót Jónasdóttir

Kynning á SÍMEY

Emil Björnsson/Kristján Sturluson

Samantekt og lok