Mesti verðmunur reyndist 177%, í nýrri verðkönnun ASÍ

Mesti verðmunur reyndist 177%, í nýrri verðkönnun ASÍ á matvöru, sem gerð var í átta verslunum miðvikudaginn 15. febrúar sl. Þessi mikli verðmunur var á rauðum eplum sem voru ódýrust á 198 kr/kg í Bónus en dýrust í Iceland 549 kr/kg sem gerir verðmun upp á 177%. Verðmunurinn var mestur í flokki ávaxta (sjá töflu) en einnig var mikill verðmunur á frosnum heilum kjúklingi eða 135% þegar skoðað var ódýrasta kílóverð í hverri verslun fyrir sig. Hæsta verðið var í Krónunni út á Granda 935 kr/kg en lægst var verðið í Bónus Holtagörðum 398 kr/kg en meðalverðið var 681 kr/kg. Minnsti verðmunurinn í könnuninni var 11% á stórri dós af bláberja skyri frá Skyr.is. Hæsta verð var 399 kr í Iceland Engihjalla en lægsta verðið í Bónus Holtagörðum og í Krónunni Granda 359 kr en meðalverðið var 373 kr.

Bónus Holtagörðum átti til 56 af þeim 63 vörum sem voru kannaðar og var í 34 tilfellum með lægsta verðið. Iceland í Engihjalla átti 61 af 63 vörum sem skoðaðar voru en í 33 tilfellum var Iceland með hæsta voruverðið í þessari könnun.

Niðurstöður könnunarinnar í töflu. 

NÝTT! Gerið sjálf verðsamanburð milli verslana í þessari könnun. 

 

 BÓNUS 

 KRÓNAN 

 NETTO 

 FJARÐARKAUP

SAMKAUP ÚRVAL 

 HAGKAUP 

 VÍÐIR 

 ICELAND 

Rauð epli

198

299

259

268

479

449

385

549

Kíwí

279

e

329

298

439

449

348

349

Perur

229

230

349

268

389

399

398

269

Appelsínur

198

199

229

208

348

349

289

309

Bananar

179

239

279

257

em

399

389

299

e = vara ekki til

 

Framkvæmd könnunarinnar

Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er oft skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum þann 15. febrúar 2017: Bónus Holtagörðum, Krónunni á Grands, Nettó í Mjódd, Fjarðarkaupum, Hagkaupum í Skeifunni, Víði í Skeifunni, Iceland Engihjalla og Samkaupum Úrvali á Bolungarvík.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.