Vert er að benda félagsmönnum á að nú stendur yfir skráning á matreiðslunámskeið hjá SÍMEY þar sem rætt verður um hráefni og krydd í matreiðslu í Miðausturlöndum – t.d. Líbanon, Marokko, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi, búnir til nokkrir smáréttir frá þessum löndum og námskeiðinu lýkur með veislu þar sem fólk nýtur afrakstursins.
Námskeiðin áttu að vera í þessari viku en því miður þurfti að fresta þeim þar í mars. Námskeiðin verða tvö, það fyrra verður 11. mars á Akureyri og það seinna 12. mars á Dalvík. Það var orðið fullt á námskeiðið á Akureyri en það gæti eitthvað verið laust þar sem dagsetningin breyttist. Ennþá eru laus pláss á námskeiðið sem fram fer á Dalvík.
Leiðbeinandi verður Jón Daníel Jónsson matreiðslumeistari
Stéttarfélögin Eining-Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY og í síma 460 5720.