Næsta mánudag, þann 27. ágúst, hefst nám í Félagsliðabrú hjá SÍMEY sem er ætluð fólki sem vinnur við umönnun, t.d. á öldrunarheimilum, innan Búsetudeilda, í heimaþjónustu, grunnskóla, eða við heimahlynningu. Nánar má lesa um þetta nám neðar í fréttinni.
SÍMEY var að taka í gagnið nýja heimasíðu þar sem m.a. má finna upplýsingar um nám sem er í boði. Sjá www.simey.is Margar lengri námsleiðir eru að fara af stað hjá SÍMEY, m.a. Brúarnám fyrir leikskólaliða, stuðningsfulltrúa og skólaliða.
Vert er einnig að minna á að hjá SÍMEY er náms- og starfsráðgjöf í boði fólki að kostnaðarlausu
Félagsliðabrú
Félagsliðabrú er ætluð fólki sem vinnur við umönnun, t.d. á öldrunarheimilum, innan Búsetudeilda, í heimaþjónustu, grunnskóla, eða við heimahlynningu. Þetta er fjögurra anna eininganám sem kennt er samkvæmt námsskrá menntamálaráðuneytisins. Námið er 32 einingar og eru kenndar 8 einingar á hverri önn.
Námið er fyrir einstaklinga sem eru orðnir 22ja ára og hafa þriggja ára starfsreynslu við umönnun. Umsækjendur þurfa að hafa lokið samtals 230 stundum í starfstengdum námskeiðum, þ.m.t. svokölluðum Fagnámskeiðum (hægt er að ljúka nauðsynlegum undanförum á meðan á námi stendur). Félagsliðanámið hefur fest sig í sessi og er viðurkennt á vinnumarkaði. Félagsliðar eru eftirsótt starfsstétt. Fyrsti hópur félagsliða útskrifast frá SÍMEY 2011. Verður þú einn af þeim sem útskrifast frá okkur næst.
Upplýsingar í síma 460 5720 eða www.simey.is
Námið hefst mánudaginn 27. ágúst og kennt verður tvisvar sinnum í viku.