Minni munur er á verði á páskaeggjum milli verslana en á öðru sælgæti samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Til dæmis er verð á páskaeggjum að meðaltali 40% hærra í 10-11 en þar sem þau eru ódýrust á meðan verð á öðru sælgæti þar er að meðaltali tvöfalt dýrara en þar sem það er ódýrast. Lítill munur er á verði á páskaeggjum í fimm verslunum sem eru 0-7% frá lægsta verði. Oftast er um nokkurra krónu verðmun að ræða milli verslana þó að verðmunurinn sé meiri í krónum talið í sumum tilfellum.