Á vef SGS segir að á Íslandi þykja dómar ganga svo skammt þegar kemur að brotum atvinnurekanda gegn kjara- og ráðningarsamningum að verkalýðsfélög kalla eftir því að lögum verði breytt eða önnur sjónarmið lögð til grundvallar. Sem gefur til kynna að réttindi launafólks í ráðningarsamböndum við atvinnurekendur standi höllum fæti. Ör samfélagslegþróun krefst stöðugrar endurskoðunar á túlkunargrundvelli vinnuréttarsambands.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ágreiningur á sviði vinnuréttar snýr ekki einvörðungu að samningsbundnum réttindum launamanna, heldur einnig mannréttindum þeirra.
Áhrif mannréttinda á vinnumarkaðnum eru til dæmis reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sem byggir á vinnuverndarlögum Bilið milli mannréttinda og vinnuréttinda er ekki breitt.
Að ofangreindu virtu skiptir máli að beita mannréttindasjónarmiðum við nálgun á vinnuréttarlegum ágreiningi. Slík nálgun gæti breytt vinnumarkaðnum og leitt til þess atvinnurekendur tækju aukið tillit til réttinda launafólks og það yrði meðvitaðra um eigin réttindi. Þörf er á hugarfarsbreytingu þegar kemur að túlkun vinnuréttar, ekki er nægilegt að líta aðeins til samningaréttar eða skaðabótaréttar.