Eins og við sögðum frá hér á síðunni í síðustu viku þá hittust samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA á fundi um framhald Lífskjarasamningsins. Á fundinum kom fram vilji af beggja hálfu til þess að samningar standi og halda þeir því gildi sínu þar til þeir renna út þann 1. nóvember 2022.
Hvað þýðir þessi ákvörðun fyrir félagsmenn sem starfa á almenna markaðinum, þ.e. eftir samningi við SA? Svarið er að það kemur til launahækkana 1. janúar 2022.
Einnig getur komið til hagvaxtarauka á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa, sem metin er í mars en byggist á hagvaxtartölum ársins á undan og kæmi þá til greiðslu 1. maí 2022.