Gerð var könnun á leiguverði eins og það birtist neytendum samkvæmt leiguauglýsingum á höfuðborgarsvæðinu. Þær tölur voru bornar saman við verð samkvæmt þinglýstum leigusamningum og í ljós kom mikill verðmunur. Í sumum tilfellum var yfir 30% hærra verð að finna í leiguauglýsingum.
Einnig var reiknað út hlutfall ráðstöfunartekna sem fer í leigu hjá mismunandi hópum samfélagsins samkvæmt því verði sem birtist í leiguauglýsingum. Í ljós kom að hlutfallið er mun hærra en þykir æskilegt. Í sumum tilfellum má ætla að 58% ráðstöfunartekna fari í leigu á almennum leigumarkaði en æskilegt er að þetta hlutfall sé ekki hærra en 25%.