Ársrit VIRK 2017 er komið út sneisafullt af upplýsingum um starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins og greinum og viðtölum tengdum starfsendurhæfingu.
Meðal efnis í ársritinu er grein Vigdísar Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK um leiðir til þess að auka vinnugetu og þátttöku á vinnumarkaði, Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar reifar ávinning atvinnulífsins af stigvaxandi endurkomu til vinnu, Hans Jakob Beck sviðsstjóri þróunar starfsgetumats og greiningar fer yfir tilgang starfsgetumats og Guðrún R. Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK fjallar um fjölda einstaklinga á örorku- og endurhæfingarlífeyri og virkni ungs fólks.
Þá fjallar Dr. Ingibjörg Jónsdóttir, forstöðumaður Institutet för Stressmedicin og prófessor við Háskólann í Gautaborg, um vinnutengda streitu í grein sinni í ársritinu og Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélagsgeðlækningum við Oxford, um IPS Lite - árangursríka leið inn á vinnumarkaðinn fyrir einstaklinga með geðræn vandamál.
Auk þess er að finna í ársritinu greinargóðar upplýsingar um starfsemi VIRK, viðtöl við ráðgjafa VIRK og einstaklinga sem lokið hafa starfsendurhæfingu sem og samstarfsaðila VIRK.
Hægt er að nálgast rafrænt eintak af ársritinu 2017 hér.