Samkvæmt nýlegri launakönnun evrópskra samtaka launfólks í matvæla-, ferðaþjónustu og landbúnaði (EFFAT) sem samtökin gerðu meðal sinna aðildarfélaga/-sambanda mældist launamunur kynjanna enn meiri en hjá Eurostat, eða allt að 29%. Þess má geta að Starfsgreinasambandið er aðili að EFFAT. Á þingi samtakanna, sem haldið var síðast liðið haust voru launamál kynjanna til umræðu þar sem m.a. voru mótaðar tillögur sem eiga að stuðla að því að vinna bug á þessu viðvarandi vandamáli og misrétti, sem launamunur kynjanna er. Nánari upplýsingar um niðurstöður þingsins má finna á vefsíðu EFFAT.