Eining-Iðja vill minna félagsmenn á að laun á almenna vinnumarkaðinum, hjá ríkinu og sveitarfélögunum hækkuðu þann 1. apríl sl. Við hvetjum félagsmenn að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við félagið.
Almenni markaðurinn
- Laun þeirra sem eru á taxtalaunum, skv. kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, hækkuðu um kr. 24.000 þann 1. apríl sl.
- Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalaunum var kr. 18.000 frá sama tíma.
- Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, s.s. bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu 1. apríl um 2,5%.
- Lágmarkstekjur fyrir fullt starf í dagvinnu fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki á almenna vinnumarkaðinum eru kr. 335.000 frá og með 1. apríl.
- Kauptaxtar SGS og SA
Ríkið
- Taxtar hækkuðu 1. apríl sl. um kr 24.000 kr. fyrir launaflokka 1 til 17.
- Launaflokkar 18 og hærri hækkuðu um kr. 18.000 á sama tíma.
- Kauptaxtar SGS og ríkisins
Sveitarfélögin