Laun um páskana

Vert er að minna á að samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki álag á stórhátíðum, en næstu dagar sem eru stórhátíðir teljast föstudagurinn langi og páskadagur. Skírdagur og annar í páskum teljast auk þess almennir frídagar. 

Það er misjafnt eftir samningum hvernig ber að greiða og einnig eftir því hvort viðkomandi er á vetrarfríi eða ekki. Hafið samband við félagið ef þið eruð óviss með hvernig greiðslum er háttað fyrir áðurnefnda daga.

Mundu að þú átt rétt á a.m.k. 11 klst. samfelldri hvíld á hverjum sólarhring en við mjög sérstakar aðstæður er heimilt að skerða hvíldina og eins vegna vaktavinnu og þá má hvíld fara niður í 8 stundir. Einnig áttu almennt rétt á tveimur frídögum í hverri viku en telst annar þeirra vera hvíldardagur og skal sá tengjast beint daglegum hvíldartíma. Þú átt því að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku.