Rétt áðan lögðu átta félagsmenn Einingar-Iðju af stað frá Alþýðuhúsinu á Akureyri og er förinni heitið til Svíþjóðar, en dagana 12. til 15. júní fer fram kvenna- og jafnréttisráðstefnan Nordiskt Forum. Þá munu þúsundir femínista, aktívista, umhverfissinna, fræðimanna og byltingarseggja frá öllum Norðurlöndunum og alls staðar að úr heiminum hittast í Malmö og ræða um áskorirnar í jafnréttisbaráttunni og hvað þarf að gera til að breyta heiminum.