Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við SA stendur nú yfir í Hofi

Kynningarfundur félagsins um nýjan kjarasamning við SA stendur nú yfir í Hofi á Akureyri. Fyrr í dag var haldinn slíkur fundur á Grenivík. Á morgun verða fundir í Hrísey og á Dalvík og í Fjallabyggð á fimmtudaginn. Fundirnir eru túlkaðir yfir á pólsku.

Þessir fundir eru fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum, ekki er enn búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögunum.

Kynningarfundirnir verða:

Þriðjudaginn 9. apríl

  • Grenivík, á veitingastaðnum Kontornum kl. 17:00
  • Akureyri, í Hömrum í Hofi kl. 20:00

Miðvikudaginn 10. apríl

  • Hrísey, á veitingastaðnum Verbúðin kl. 17:00
  • Dalvík, í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:00

Fimmtudaginn 11. apríl

  • Fjallabyggð, á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24 b kl. 20:00

Dagskrá:

1. Kynning á nýjum kjarasamningi.

2. Önnur mál.

 Sýnum ábyrga afstöðu!

Mætum og kynnum okkur samninginn áður en við greiðum atkvæði.