Fyrr í vikunni fór fram fundur í samninganefnd félagsins, um var að ræða dagsfund þar sem unnið var í kröfugerð félagsins fyrir komandi kjarasamningaviðræður. Unnið var í hópum, bæði um sérmál deilda og einnig að almennum kröfum félagsins.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kom á fundinn á fjallaði um horfurnar í samningamálunum og stöðuna eins og hún er í dag. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður könnunar félagsins sem fram fór síðastliðið vor á meðal félagsmanna. 1.312 félagsmenn sendu inn útfyllta spurningalista, 292 úr Opinberu deildinni, 531 úr Matvæla- og þjónustudeild og 389 úr Iðnaðar- og tækjadeild. 102 þátttakendur merktu ekki við í hvaða deild þeir eru. Með könnunum sem þessari fást mjög góðar upplýsingar um vilja félagsmana um hvað leggja beri áherslu á við gerð næstu kjarasamninga.
Niðurstöður könnunarinnar ásamt drögum af kröfugerð verða kynntar félagsmönnum á sex almennum félagsfundum í næstu viku. Þar gefst félagsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á kröfugerðina en gengið verður endanlega frá henni á fundi samninganefndar 9. september nk.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á eftirfarandi fundi og hafa áhrif á kröfugerðina:
Mánudaginn 2. september
Þriðjudaginn 3. september
Miðvikudaginn 4. september
Sunnudaginn 8. september