Kynningarfundir um nýjan samning SGS og SA verða haldnir dagana sjöunda til níunda janúar nk. Þessir fundir er fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum, ekki er enn búið að semja fyrir þá sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum og tíma:
Þriðjudagur 7. janúar
Hrísey, í Brekku kl. 17:00 (Einnig fer fram kosning á svæðisfulltrúa og varasvæðisfulltrúa)
Dalvík, í safnaðarheimilinu kl. 20:00 (Einnig fer fram kosning á svæðisfulltrúa og varasvæðisfulltrúa)
Miðvikudagur 8. janúar
Fjallabyggð, á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b Siglufirði kl. 20:00. ATH boðið verður upp á akstur frá Tjarnarborg kl. 19:35 fyrir
þá sem búa á Ólafsfirði og ætla að mæta á fundinn.
Fimmtudagur 9. janúar
Grenivík, í gamla barnaskólanum kl. 17:00
Akureyri, á Hótel KEA kl. 20:00
Dagskrá:
1. Kynning á nýjum kjarasamningi.
2. Önnur mál.
Félagar, fjölmennum!