Nú styttist óðum í kvennaráðstefnuna Nordisk forum sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð 12. til 15. júní í sumar. Á ráðstefnunni koma saman konur frá öllum Norðurlöndunum til að ræða jafnréttismál og framtíðina. Í þau tvö skipti sem ráðstefnan hefur verið haldin hafa Íslenskar konur ekki látið sitt eftir liggja.
Þær sem hafa áhuga á að fara og eru í Einingu-Iðju eru hvattar til að hafa samband sem fyrst við Önnu Júlíusdóttur, varaformann félagsins, til að skrá sig eða fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna, t.d. verð og styrki sem eru í boði. Athugið að síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er mánudagurinn 17. mars nk. Hægt er að ná í Önnu, í síma 460 3600, senda á hana tölvpóst á netfangið annajul@ein.is eða kíkja á skrifstofu félagsins á Akureyri.
Eining-Iðja hefur ákveðið að taka þátt í að greiða niður þátttökugjald félagasmanna sem fara og einnig er hægt að sækja um styrk í fræðslusjóðina vegna ferðakostnaðar.
Á heimasíðu ráðstefnunnar má finna ýmsar upplýsingar um hana.
Kynningarmyndband um ráðstefnuna
Hér fyrir neðan má finna nokkra punkta um ráðstefnuna sem Starfsgreinasambandið tók saman.
Hvað er: Þing norrænna kvenna og hugmyndatorg jafnréttis. Vettvangur til að sameina krafta og brýna konur til frekari baráttu. Búist er við um 15.000 konum.
Sagan: Kvennaráðstefnan hefur verið haldin tvisvar áður, í Åbo/Turku 1994 og í Osló 1988. Íslenskar konur hafa fjölkvennt.
Hvar: Í Malmö Mässa, rétt við brúna yfir til Kaupmannahafnar.
Af hverju: Vekja áhuga á áskorunum jafnréttisbaráttunnar. Miðla þekkingu og hugmyndum. Búa til kröfur og tillögur að
jafnréttispólitík. Búa til tengslanet. Styrkja konur á Norðurlöndunum og víða.
Áherslur:
Skipulag: Undir hverju áhersluatriði verða tvö málþing. Sterkir fyrirlesarar verða í stóra salnum. Menning og uppákomur verða skipulagðar á svæðinu og í Malmöborg. Einstaka hópar kaupa sig inn í dagskrána (eins og verkalýðshreyfingin).
Kostnaður: Ráðstefnugjaldið er 800 sænskar krónur ef greitt er fyrir 22. mars, eftir það er það 1.000 sænskar krónur. Innifalið í pakkanum eru ferðir almenningssamgangna um Malmö og Lund. Ódýrara fyrir fólk í atvinnuleit og námsmenn. Flugmiðinn kostar á bilinu 50.000-63.000, verð á gistingu er mjög misjafnt. Fræðslusjóðir verkalýðsfélaganna niðurgreiða kostnaðinn, ýmist bæði ferðakostnað og ráðstefnugjald eða bara ráðstefnugjaldið.
Tungumál: Ráðstefnan fer fram á skandinavísku og ensku. Alltaf er eitthvað í gangi á ensku þannig að það er ekki nauðsynlegt að kunna eitthvert skandinavísku málanna.