Kvennafrí 2018 – KVENNAVERKFALL

Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufundi sem fram fara víða um land.

Á Akureyri verður samstöðufundur á Ráðhústorgi kl. 15:15

Á Dalvík verður samstöðufundur í Ungó kl. 15:15

Hægt er að fá frekar upplýsingar um Kvennafrí á heimasíðunni: www.kvennafri.is