Á fundi samninganefndar félagsins í gær voru samþykktar kröfugerðir félagsins vegna kjarasamningaviðræðna í haust. Um er að ræða kröfugerðir vegna almenna samningsins við Samtök atvinnulífsins, við fjármálaráðherra vegna ríkisstarfsmanna, við Samband íslenskra sveitarfélaga og við Landsamband smábátaeigenda vegna línu og nets. Kröfugerðirnar voru allar samþykktar samhljóða og voru senda fyrr í morgun til samninganefndar SGS.
Mikil vinna farið fram
Kröfugerðir eins og þær sem félagið samþykktu í gær eru ekki hristar fram úr erminni á einum fundi. Mikil vinna liggur þarna
á bakvið. Fyrsti fundur samninganefndar var haldinn 11. mars sl. og er alls búið að halda sex fundi í nefndinni, þar af einn dagsfund. Til að fá sem
bestar upplýsingar frá félagsmönnum um hvað leggja beri áherslu á við gerð næstu kjarasamninga stóð félagið fyrir
spurningakönnun á vinnustöðum dagana 6. til 10. maí sl. Alls sendu 1.312 félagsmenn inn svör við þeirri könnun og nýttust þau vel
í vinnu samninganefndar. Félagið hélt einnig dagana 13. til 15. maí sl. fimm fundi með trúnaðarmönnum þar sem farið var yfir gildandi
kjarasamninga og þeir samlesnir. Á þeim fundum var skipt eftir deildum og einnig var farið yfir tvo sérkjarasamninga. Markmiðið með fundum var að
nýta þekkingu trúnaðarmanna og koma að stefnumótun félagsins, safna ábendingum og athugasemdum varðandi kjarasamninga, fá fram helstu
áhersluþætti félagsmanna og safna upplýsingar um sérmál ákveðinna starfshópa.
Þegar vinna við kröfugerð félagsins var langt komin voru haldnir sex fundir á félagssvæðinu þar sem drög af henni voru kynnt. Á þeim fundum gafst félagsmönnum tækifæri til að hafa áhrif á kröfugerðina áður en gengið yrði endanlega frá henni á fundi samninganefndar, en eins og fyrr segir var sá fundur haldinn í gær.
Hvað nú?
Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til fundar dagana 19. og 20. september nk. þar sem farið verður yfir kröfur þeirra félaga sem hafa veitt
umboð til SGS varðandi almennu samningana.