Í gær var síðasti dagur til að skila inn kröfugerðum til Starfsgreinasambands Ísland fyrir þau félög sem búin voru að veita sambandinu samningsumboð. Eining-Iðja er eitt þeirra félaga. Á fundi samninganefndar sl. mánudag var endanlega gengið frá kröfugerðum félagsins en helstu þættir þeirra er að tryggja kaupmátt launa, semja um launahækkanir í krónutölu en ekki prósentum, hækka skattleysismörkin og lækka skattprósentuna á laun.
Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir að mikil vinna liggi á bakvið kröfugerðirnar og að hátt í tvö þúsund félagsmenn hafi komið að þeirri vinnu. „Við byrjuðum vinnuna 11. mars á fyrsta fundi samninganefndar félagsins og höfum verið að síðan þá. Starfsgreinasambandið hefur boðað félögin til fundar 19. og 20. þessa mánaðar þar sem farið verður yfir þær kröfugerðir sem borist hafa sambandinu. Á þeim fundum var fyrirhugað að ganga endanlega frá kröfugerð sambandsins, en vegna þess að fjármálafrumvarpið verður ekki lagt fram fyrr en í byrjun október þá verður það ekki gert.“
Björn segir að vegna óvissu í fjármálum hins opinbera telji hann líklegast að gerður verði skammtímasamningur, hugsanlega til sex eða níu mánaða. „Núverandi stjórnarflokkar lofuðu miklu fyrir kosningarnar í vor og þurfa auðvitað ákveðið svigrúm til að standa við gefin loforð. Svo þarf líka að hafa í huga hvernig fjárlagafrumvarpinu verður lokað, með auknum álögum eða niðurskurði. Allt þetta hefur auðvitað áhrif á kjaraviðræðurnar. Ég er uggandi yfir framtíðinni og tel því óráðlegt að semja til tveggja eða þriggja ára,“ segir Björn.
Kröfugerðir félagsins, alls 4, má finna í heild hér fyrir neðan:
Samninganefnd Einingar-Iðju vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri við samninganefnd SGS vegna aðalkjarasamninga.
Almenn atriði fyrir alla samninga við SA:
• Samninga til styttri tíma.
• Að lægsti taxti sé ekki lægri en lágmarkslaun
• Tryggja aukinn kaupmátt.
• Krónutöluhækkun / prósentuhækkun (blönduð leið).
• Halda almennum réttindum á milli vinnustaða, ekki bara í starfsgrein.
• Hækka og samræma desember- og orlofsuppbætur fyrir alla.
• Jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera geirans.
• Auka réttindi vegna veikinda barna.
• Fá inn auknar starfsaldurshækkanir.
• Auka vægi dagvinnu á kostnað yfirvinnu.
• Fjölskyldustefna gagnvart orlofi.
• Að laun séu greidd síðasta virka dag hvers mánaðar.
• Aukin fræðsla til trúnaðarmanna.
• Tryggja að trúnaðarmenn hjá sama fyrirtæki með fleiri en eina starfsstöð geti hist.
• Skilgreina aðalhreingerningu.
• Aukin nýliðafræðsla og sérstök umbun til þeirra sem sjá um hana.
• Að tryggja ákveðnar lágmarksgreiðslur til flokkstjóra.
• Taka út eftirfarandi setningu í 3 málsgrein í kafla 2.4.2 þar sem fjallað er um frítökurétt um helgar. Komi starfsmaður til
vinnu á frídegi eða helgi greiðist yfirvinnukaup fyrir unnin tíma án frekari aukagreiðslna af þessum sökum.
Kröfur á ríkið:
• Hærri persónuafsláttur og hækka þannig skattleysismörkin.
• Afnema tekjutengingu af lífeyrisgreiðslum.
• Lækka skattprósentu hjá 67 ára og eldri.
Bílstjórar, tækjamenn og lagerstarfsmenn
• Að starfsheitið LAGERSTARFSMAÐUR falli undir kafla 16
• Skilgreina betur í grein 16.1 hvað átt er við með krana.
• Skerpa á bókun um tryggingamál tækjamanna og bílstjóra (16.2)
• Skerpa á ákvæði 16.8 um það hver ber kostnað af námskeiði vegna endurmenntunar á meiraprófi.
• 16. 2 Breyta orðalagi í launaflokki 13. Taka út í 1. mgr. orðin hjá viðkomandi fyrirtæki.
• Launaflokkahækkanir til hópferðabílstjóra.
• Bílstjórar og tækjamenn færist upp um launaflokka.
Fiskur:
• Tryggja lágmarksbónus í fiskvinnslu.
Kjöt:
• Að koma á bónuskerfum í kjötvinnslum.
Veitinga- og gistihúsasamningur:
• Setja ákvæði um fjölda herbergja sem þernum ber að þrífa á klukkutíma.
• Koma inn ákvæði um starfsmannaviðtöl.
• Skilgreina betur hvað er almennt og hvað er sérhæft starfsfólk.
• Fá inn sérflokka vegna nætur- og dyravarða.
• Skoða öryggis- og tryggingamál dyra- og öryggisvarða.
*****
Samninganefnd Einingar-Iðju vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri við samninganefnd SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Almenn atriði:
Sérkröfur:
Kröfur á ríkið:
Leikskólar:
Sambýli, öldrunar- og heimaþjónusta:
*****
Samninganefnd Einingar-Iðju vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri við samninganefnd SGS vegna ríkissamninga:
Almenn atriði:
Kröfur á ríkið:
Sérkröfur:
*****
Samninganefnd Einingar-Iðju vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri við samninganefnd SGS vegna samnings við Landsamband smábátaeigenda vegna ákvæðisvinnu við línu og net.