Kröfugerð - niðurstöður könnunarinnar í heild

Nýlega sagði félagið frá því að hátt í 2.000 félagsmenn hefðu tekið þátt í mótun kröfugerðar félagsins fyrir næstu samninga. Meðal annars með rúmlega 30 fundum víða á félagssvæðinu og könnun til að athuga hug félagsmanna til áherslna félagsins í komandi kjarasamningum.

Í niðurstöðum hennar kom m.a. fram að tvær mikilvægustu kröfurnar gagnvart atvinnurekendum væru að auka kaupmátt launa og að launahækkun verði í krónutölu. Þar á eftir komu þrjár kröfur; launahækkun verði í %; stytta vinnuvikuna án þess að skerða laun og hækka lægstu launin umfram aðra. Mikilvægustu kröfurnar gagnvart ríkinu væru að hækka skattleysismörkin og að lækka skattprósentuna.

Alls bárust 1.483 svör og sá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að vinna úr niðurstöðunum.