Kröfugerð afhent á fjarfundi

Síðastliðinn föstudag afhenti félagið kröfugerð félagsmanna Einingar-Iðju sem vinna í vaktavinnu hjá TDK Foil Iceland ehf. Kjarasamningurinn við fyrirtækið fellur úr gildi þann 31. desember nk. og þess vegna eru að fara af stað samningaviðræður um nýjan samning. 

Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, sagði að þetta væri í fyrsta sinn á sínum ferli sem hann hefði afhent kröfugerð á þennan máta, þ.e. á fjarfundi. „Allar takmarkanir sem nú eru í gangi vegna Covid hafa viðtæk áhrif á okkar daglega líf og þá þarf bara að nota nýjar leiðir. Ég er búinn að sitja mjög marga fjarfundi að undanförnu en þetta er í fyrsta sinn sem ég afhendi kröfugerð á slíkum fundi.“