Sjöunda þing Starfsgreinasambands stóð yfir í tvo daga í lok síðustu viku. Þar voru nokkrar ályktanir samþykktar og eftirfarandi krafa um að vaxtalækkanir skili sér til almennings.
Vextir hér á landi hafa verið mjög háir undanfarin ár og leikið heimilin í landinu sem og almennan atvinnurekstur grátt. Ein af meginforsendum lífskjarasamningsins er lækkun vaxta. Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti umtalsvert á undanförnum mánuðum, en lækkunin er 1,25 prósentustig frá því kjarasamningarnir voru undirritaðir þann 1. apríl. Það er engan veginn nóg að Seðlabankinn lækki stýrivexti; sú lækkun verður að skila sér til almennings. Það er því krafa 7. þings SGS að fjármálastofnanir skili lækkuninni áfram til almennings að fullu eigi síðar en strax.
Ályktanir og afgreiðslur þingsins má finna hér