Kosningu lýkur á miðnætti í kvöld

Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer því hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Kæru félagar takið afstöðu með því að kjósa um verkfallsboðun. Launafólk í landinu þarf á ykkar kröftum að halda. 

Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en hefur ekki fengið send gögn er hægt að kæra sig inn. Viðkomandi þarf að hafa samband við Sigrúnu Lárusdóttir á skrifstofu félagsins á Akureyri.

Þeir sem EKKI taka þátt eru m.a.:

  • Þeir sem eru í atvinnuleit
  • Starfsmenn
    • sveitarfélaga
      • dagmæður
      • á Hólmasól og Hlíðabóli á Akureyri
    • hjá ríkisstofnunum
    • á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit
    • við beitningu og línu
    • á bændabýlum (Ekki ferðaþjónusta)
    • eftir stórframkvæmdasamningnum (Vaðlaheiðargöng)
    • vaktavinnumenn hjá Becromal
    • hjá Norðurorku

Hér getur þú greitt atkvæði í kosningunni