Konur taka af skarið! Akureyri

Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið?

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna, þeim að kostnaðarlausu. 

Námskeiðið fer fram laugardaginn 10. nóvember milli kl. 10 og 17 og fer fram í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14 á Akureyri.

Dagskrá

  • Að bjóða kynjakerfinu birginn
  • Staða verkalýðsbaráttunnar í dag
  • Uppbygging verkalýðsfélaganna
  • Leiðtogaþjálfun
  • Að hafa áhrif og koma sínu á framfæri
  • Að starfa í verkalýðshreyfingunni

Skráning skal berast í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember á netfangið kristinheba@akak.is eða í síma 461 4006