Könnunin - búið að draga!

Nýlega framkvæmdi Gallup könnun um ýmis atriði sem snerta kjör og aðstæður félagsmanna Einingar-Iðju og AFLs starfsgreinafélags. Könnunin var líka happdrættismiði því allir sem tóku þátt gátu unnið veglega vinninga. Í bréfinu sem þátttakendur fengu var lukkunúmer. Búið er að draga og voru nöfn eftirfarandi félagsmanna dregin út. 

  • Tveir vinningar að upphæð kr. 100.000: Aðalsteinn M. Þorsteinsson (Eining-Iðja) og Alrún Irene A. Stephensdóttir (AFL)
  • Tveir vinningar að upphæð kr. 50.000: Bryndís Harpa Björnsdóttir (Eining-Iðja) og Elsa Guðjónsdóttir (AFL)
  • Fjórir vinningar, vikudvöl í orlofsíbúðum félaganna: Kristinn Frímann Árnason (Eining-Iðja), Þóra Dögg Ásgeirsdóttir (Eining-Iðja), Nína Sibyl Birgisdóttir (AFL) og Rúnar Smári Fjalarr (AFL)

Í ár lentu einnig 20 þátttakendur strax í happdrættispotti, 10 frá hvoru félagi, voru í raun dregnir út áður en þeir svöruðu. Hinir heppnu vinningshafar fengu tilkynningu um það um leið og þeir höfðu lokið við að svara könnuninni, um er að ræða kr. 10.000 inneign á debetkorti sem þeir nálguðust á skrifstofu félagsins á Akureyri. Aðeins fjórir þeirra sem dregin voru út svöruðu sem þýðir því miður að sex félagsmenn Einingar-Iðju misstu af því að fá vinning upp á kr. 10.000. Það getur borgað sig að taka þátt!

Eining-Iðja óskar vinningshöfum til hamingju.