Kjarasamningar gilda - líka við búnaðarstörf

Dómur féll í gær um réttarstöðu félagsmanns Einingar-Iðju sem var starfsmaður á kúabúi og taldi sig eiga inni vangreidd laun upp á 1.6 mkr. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti bara rétt á launum fyrir að sinna mjöltum kvölds og morgna eða hvort um samfelldan vinnutíma væri að ræða frá morgni til kvölds. Kúabúið var dæmt til að greiða kröfuna að fullu.

Dómurinn staðfestir að nákvæmlega sömu sjónarmið gilda um störf launafólks við búnaðarstörf í sveitum og gilda almennt um réttarstöðu launafólks á vinnumarkaði. Ráðningarsamningar þurfa að vera skriflegir og samræmast lágmarksákvæðum kjarasamninga, í þessu tilviki samningi Starfsgreinasambands Íslands og Bændasamtaka Íslands. Ef samningar eru munnlegir ber atvinnurekandinn hallann af skorti á sönnun um efni ráðningarsambandsins. Aðstaða launafólks í sveitum getur af ýmsum ástæðum verið veikari en annars launafólks, einfaldlega vegna þess að vinnustaðurinn er lítill og nálægðin mikil. Í þeirri stöðu skipta stéttarfélögin miklu máli til þess að rétta stöðu aðila af. Það sannaðist í þessu máli félagsmanns Einingar-Iðju á Akureyri sem aðstoðaði félagsmann sinn til þess að ná rétti sínum með aðstoð lögmanna félagsins. Sjá dóminn hér