Kjaramálaráðstefnur SGS

Mynd frá SGS
Mynd frá SGS

Í gær og í dag er Starfsgreinasambandið að halda undirbúningsfundi vegna kjarasamnings SGS og ríkisins annars vegar og hins vegar vegna samnings SGS og sveitarfélaganna en báðir þessir samningar eru lausir 31. mars 2019. Í gær var farið yfir samning SGS við ríkið en í dag er verið að fara yfir samning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Eining-Iðja á þarna nokkra fulltrúa auk Björn formanns félagsins og SGS. Vegna þessara samninga hefur félagið skipað nokkra félagsmenn sem sína fulltrúa í viðræðunum, þau eru:

  • Sigríður K. Bjarkadóttir, formaður Opinberu deildarinnar
  • Júlía Birna Birgisdóttir frá Heilbrigðisstofnun norðurland
  • Bjarki Þór Skjaldarson frá Vegagerðinni
  • Helga Ingólfsdóttir frá Lögmannshlíð
  • Guðbjörg Helga Andrésdóttir frá sambýlum á Akureyri