Kíkt á aðstæður í Vaðlaheiðargöngum

Í hádeginu í gær fór formaður félagsins ásamt formanni FMA og varaformanni Byggiðnar í heimsókn í Vaðlaheiðargöng til að skoða aðstæður til vinnu, en í göngunum er mikill hiti eftir að heitt vatn byrjaði að streyma innst í þeim. Þeir voru einnig að kanna öryggismál starfsmanna og mun vinnueftirlitið fara í heimsókn í dag í göngin til að kanna aðstæður. Síðastliðinn sunnudag varð vart við vatnið sem var um 46 gráðu heitt.

Myndin með fréttinni er af fínni Facebook síðu Vaðlaheiðarganga en þar má fylgjast með framkvæmdinni.