Á 43. þingi ASÍ var sett fram krafa um að gripið verði til aðgerða til að stöðva kennitöluflakk og það er eina af þeim kröfum sem verkalýðshreyfingin hefur sett fram gangvart stjórnvöldum.
Ekki er til formleg skilgreining á kennitöluflakki en í sinni einföldustu mynd má lýsa kennitöluflakki sem skipulagðri aðgerð einstaklinga þar sem verðmæti eru tekin út úr einu
félagi (hf./ehf.) og sett í annað félag en skuldir og aðrar skuldbindingar skildar eftir og félagið síðan sett í þrot. Mörg dæmi eru um keðju slíkra gjörninga vegna sama rekstursins þar sem sömu einstaklingar eru í forsvari. Fullyrða má að þetta athæfi kosti íslenskt samfélag tugi milljarða króna á ári.
Kennitöluflakk og misnotkun á félögum (hf./ehf.) með takmarkaða ábyrgð hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir samfélagið allt, atvinnulífið og launafólk og veldur þannig miklu samfélagslegu tjóni fyrir:
Kennitöluflakk er ein mesta meinsemd í íslensku atvinnulífi.