Nú er búið að prenta og ganga frá jólablaði félagsins og mun það berast flestum félagsmönnum og öðrum í dag, en það verður borið út með Dagskránni á öll heimili á svæðinu. Sumir munu fá blaðið sent til sín með póstinum.
Í blaðinu, sem er 48 síður, má m.a. finna ferðasögur úr tveimur ferðum sem félagið stóð fyrir á árinu fyrir félagsmenn. Einnig má sjá hvaða ferðir verða í boði á næsta ári. Smá sýnishorn úr sögu félagsins sem Jón Hjaltason er með í smíðum, umfjöllun um Fjölsmiðjuna, jólaföndur og jólauppskrift og margt fleira. Blaðið er sem áður á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og tælensku. Blaðið er komið á netið og má lesa það hér.
Þeir sem fá dagskránna inn um lúguna hjá sér í dag en ekki félagsblaðið eiga að hafa samband við Ásprent í síma 4 600 700 og láta vita.