Jólablaðið borið út í dag

Í síðustu viku var jólablað félagsins prentað og verður það borið út í dag með Dagskránni á öll heimili á félagssvæðinu. Sumir munu þó fá blaðið sent til sín með póstinum.

Í blaðinu, sem er 36 síður að stærð, er m.a. viðtal við Sigrúnu og Möddu, fyrrum starfsmenn félagsins. Fjallað er um tímamóta samstarfssamning á milli félagsins og FVSA og sjá má hvaða ferðir verða í boði fyrir félagsmenn á næsta ári. Farið er yfir launahækkanir næsta árs, laun um jólin og fjallað um greiðslur úr félagsmannasjóði SGS. Ketilkaffi bjóða lesendum upp á tvær uppskriftir, ný Gallup könnun félagsins kemur einnig við sögu og margt fleira má finna í blaðinu.