Jólablaðið borið út í dag

Í síðustu viku var jólablað félagsins prentað í Ásprent og verður það borið út í dag með Dagskránni á öll heimili á svæðinu. Sumir munu þó fá blaðið sent til sín með póstinum.

Í blaðinu, sem er 36 síður, má m.a. finna umfjöllun um starfsmannamál félagsins en óvenjumikið hefur verið um breytingar hvað þau mál varðar að undanförnu. Það má sjá hvaða ferðir verða í boði á næsta ári. Fjallað er um fyrirhugaðar vinnutímastyttingar hjá ríki og sveitarfélögum, Gallupkönnun félagsins kemur einnig við sögu og margt fleira má finna í blaðinu. 

Blaðið er komið á netið og má lesa það hér. 

Þeir sem fá Dagskránna inn um lúguna hjá sér í dag, miðvikudaginn 9. desember, en ekki félagsblaðið eiga að hafa samband við Ásprent í síma 4 600 700 og láta vita.